Eik Haraldsdóttir sigraði í Söngkeppni MA
Eik Haraldsdóttir sigraði í Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri, sem fram fór í gærkvöldi. Hún flutti lagið Like a star með Corinne Bailey Rae. Eik verður því verður fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár.
Annað sæti hreppti Jóna Margrét Guðmundsdóttir með lagið Alone. Hljómsveitin Heart gerði lagið vinsælt á sínum tíma.
Í þriðja sæti urðu félagarnir Þormar Ernir Guðmundsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson. Þeir fluttu frumsamið lag, Haltu mér, slepptu mér.
Vinsælasta atriði kvöldsins, að mati áhorfenda, var flutningur á laginu When I was your man með Bruno Mars. Flytjendur voru Einar Ingvarsson, Hreinn Orri Óðinsson, Kári Gautason og Örvar Óðinsson.
Söngkeppnin fór fram í húsnæði skólans; Kvosinni á Hólum.
„Kvosin klæddist sparifötunum í kvöld þegar Söngkeppni MA 2021 fór fram. Sannkallað augna- og eyrnakonfekt fyrir þá sem voru á staðnum og þann stóra hóp áhorfenda sem fylgdist með keppninni í beinni útsendingu á youtube-rás Hugins,“ segir á vef MA.