Fara í efni
Covid-19

Hlíðarfjall: Sala miða í lyftur hafin á ný

Skíðasvæðið í Hlíðarfjall verður opnað á morgun, eins og fram kom fyrr í dag. Seint í kvöld var opnað á ný fyrir sölu miða í lyfturnar á heimasíðu skíðasvæðisins, á sölusíðuna er hægt að fara með því að smella HÉR.

Vegna sóttvarnarreglna geta ekki eins margir og venjulega verið á skíðum í einu.

Miðar eru eingöngu seldir á netinu, takmarkað magn er í boði á hverju tímabili og ekki verður hægt að kaupa miða langt fram í tímann. Tilkynnt verður þegar dögum verður bætt í sölu. 

Opið verður um helgina sem hér segir:

Föstudag 15. janúar kl. 12.00 - 19.00

Laugardag 16. janúar kl. 10.00 - 17.00

Sunnudag 17. janúar kl. 10.00 - 17.00

Virka daga í vetur verður boðið upp á tvo kosti:

  • Miði í 3 klukkustundir sem tekur gildi þegar farið er í gegnum hlið við lyftu.
  • Dagspassi sem gildir frá opnun til lokunar, kl 12.00 til 19.00

Um helgar verða tveir möguleikar í boði:

  • Lyftumiði sem gildir frá kl. 10:00 - 13:00
  • Lyftumiði sem gildir frá kl. 14:00 - 17:00

Um helgar verður lyftum lokað á milli klukkan 13:00 og 14:00 til að þeir sem eru á leið af skíðasvæðinu og þeir sem koma á staðinn þurfi ekki að vera þar samtímis.

Athugið að vetrarkort gilda bæði fyrri- og seinni part dags. Þeir sem hafa þegar keypt sér vetrarkort og dagspassa fyrir helgina eiga tryggt pláss á svæðinu.

Á heimasíðu skíðasvæðisins er bent á að miðasala verði opin fyrir þá sem vantar Skidata kort og þá sem þurfa einhverja aðstoð.