Fara í efni
Alþingiskosningar 2024

Samfylkingin mælist með mest fylgi í NA

Mynd: Alma Skaptadóttir

Samfylkingin mælist með mest fylgi í Norðausturkjördæmi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, 19,7%. Flokkurinn fengi 2 þingmenn í kjördæminu ef kosið yrði til Alþingis nú og sömu segja er að segja af bæði Miðflokknum (17,1%) og Sjálfstæðisflokknum (14,3) þótt þeir mælist með minna fylgi.

Akureyri.net birtir niðurstöður úr Norðausturkjördæmi í samstarfi við RÚV. Gallup fékk svar frá 231 einum kjósanda í kjördæminu dagana 1. til 14. nóvember.

Kjördæmakjörnir þingmenn eru níu í Norðausturkjördæmi. Niðurstaðan í þessum nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups er sem hér segir:

  • Framsókn 11,8%
    1 þingmaður – Ingibjörg Isaksen
  • Viðreisn 12,3%
    1 þingmaður – Ingvar Þóroddsson
  • Sjálfstæðisflokkur 14,3%
    2 þingmenn – Jens Garðar Helgason og Njáll Trausti Friðbertsson
  • Flokkur fólksins 11,1%
    1 þingmaður
    – Sigurjón Þórðarson

Sósíalistaflokkur 4,8%
Kæmi ekki inn manni.

Lýðræðisflokkurinn 0,0%
Kæmi ekki inn manni

  • Miðflokkur 17,1%
    2 þingmenn – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgrímur Sigmundsson

Píratar 4,0%
Kæmu ekki inn manni.

  • Samfylking 19,7%
    2 þingmenn – Logi Einarsson og Eydís Ásbjörnsdóttir

VG 5,1%
Kæmi ekki inn manni

Ábyrg framtíð 0,0%
Kæmi ekki inn manni

KOSNINGAVEFUR RÚV