Fara í efni
Mannlíf

Ýktar og óeðlilegar áhyggjur af heilsunni

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um heilsukvíða í nýjum, áhugaverðum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna sem birtist á Akureyri.net í dag.

Heilsukvíði er það nefnt þegar einhver hefur ýktar og óeðlilega miklar áhyggjur af heilsunni. Hver minnstu óþægindi valda ótta um að framundan séu alvarleg veikindi og heilsutap og ef læknirinn bregst ekki strax við áhyggjunum, fær sá kvíðni á tilfinninguna að veikindin séu falin eða svo dularfull og óvenjuleg að læknirinn finni ekkert við athuganir,“ skrifar Ólafur.

Hann segir að í þeim tilfellum sem heilsukvíði fer úr böndum og þörf er fyrir markvissa meðferð þá skipti samvinna og traust milli sjúklings og læknis miklu máli. „Þess vegna er mikils virði að sjúklingurinn eigi auðvelt með að komast að hjá læknunum, fái nægan tíma til að ræða við hann og þurfi ekki að hitta nýjan lækni í hverri heimsókn.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs