Fara í efni
Mannlíf

Creutzfeldt lýsti broddfuru fyrstur

Sigurður Arnarson fjallar í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar í þriðja skipti um broddfurur. Fyrsta skrifaði hann almennt um þennan hóf af furum og rindafuru, Pinus longaeva, sem sumir telja að geta myndað elstu lífverur í heimi, og síðast um broddfururnar á Grund í Eyjafirði.

„John W. Gunnison var leiðtogi rannsóknarhóps sem vann við það að finna heppilega leið yfir Klettafjöllin fyrir fyrirhugaða járnbrautarlest. Hópurinn var gerður út af Kyrrahafslestunum (Pacific Railway),“ skrifar Sigurður í upphafi pistils dagsins.

„Nú var hann staddur í skarði einu í Kólóradó. Með Gunnison voru ellefu aðrir þátttakendur. Einn þeirra var grasafræðingur að nafni F. Creutzfeldt. Rétt er að taka fram að enginn í hópnum hafði ættarnafnið Jakobs. Creutzfeldt þótti það sem þeir sáu í skarðinu ákaflega merkilegt. Hann skráði í dagbók sína að svæðið væri „þakið lágvöxnum furum“ sem hann hafði aldrei séð áður. Til sannindamerkis tók hann með sér eina grein af þessari tegund en sleppti því að taka með sér köngul, sem verður að teljast merkileg handvömm af grasafræðingi. Þetta var í fyrsta skipti sem grasafræðingur lýsti þessari furutegund sem var vísindunum ókunnug á þessum tíma. Þetta var síðasta grasafræðilega uppgötvun Creutzfeldts.“

Smellið hér til að lesa meira.