Unaður í eyrunum en öllu má þó ofgera
„Hefurðu pælt í því hvað tónlistin hefur ofboðslega mikil áhrif á líf okkar og nánast allt sem við gerum?“ spurði Aðalsteinn Öfgar þegar hann hringdi í mig um daginn. Í bakgrunni mátti heyra Deep Purple syngja um sólundun á sólarlögum (Wasted sunsets) og það minnti mig á að ég hef aldrei þessu vant ekki myndað sólarlagið á Akureyri þetta sumarið en vissulega á ég lager af myndum frá fyrri sumrum.
Akureyri.net birtir í dag fimmta pistil Stefáns Þórs Sæmundssonar í hressilegri syrpu þar sem þeir Aðalsteinn Öfgar velta vöngum um lífið og tilveruna. Pistlarnir birtast á þriðjudögum og laugardögum.
Aðalsteinn veltir ekki bara fyrir sér góðri tónlist. Honum er nefnilega mikil hljóðbókanotkun og sífellt minni lestur einnig ofarlega í huga og þær vangveltur eru áhugaverðar.
Smellið hér til að lesa pistilinn