Íþróttir
Þórsarar stóðu lengi í meisturunum en töpuðu
04.03.2022 kl. 22:10
Baldur Örn Jóhannesson lék vel gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar töpuðu í kvöld fyrir nöfnum sínum úr Þorlákshöfn, Íslandsmeisturunum í körfubolta, í íþróttahöllinni á Akureyri. Með 95:88 sigri komust meistararnir aftur á topp Subway deildar Íslandsmótsins en Akureyringar eru neðstir sem fyrr með aðeins tvö stig.
Leikurinn var mjög jafn nánast allan tímann og fyrir síðasta fjórðung var staðan 70:70. En þegar til kom reyndust gestirnir sterkari, eins og að sjálfsögðu var reiknað með.
Bestu leikmenn heimamanna voru Daninn August Emil Haas og Baldur Örn Jóhannesson. Haas gerði 21 stig og tók 13 fráköst en Baldur gerði 16 stig og tók 12 fráköst.
Smellið hér til að sjá tölfræðina úr leiknum.