Fréttir
Stórverslun Sports Direct á Norðurtorg
27.12.2021 kl. 06:00
Glaðir starfsmenn Klettáss, eiganda Norðurtorgs. Frá vinstri: Ari Pétursson, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason.
Stórverslun Sports Direct verður opnuð á Norðurtorgi næsta vor. Gengið hefur verið frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna um 1.750 fermetra verslun. Þar með hefur allt rými í gamla Sjafnarhúsinu verið leigt út. Verslanir Rúmfatalagersins og Ilva hafa verið þar síðan verslunarkjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári.
Vert er geta þess að síðar bætist ýmiskonar starfsemi í húsnæði Norðurtorgs því stefnt er að 20 þúsund fermetra stækkun. Núverandi húsnæði er um 11 þúsund fermetrar.