Fara í efni
Fréttir

Slæm spá – ekkert ferðaveður á nýársdag

Veðurkort fyrir hádegi á nýársdag. Skjáskot úr fréttatíma RÚV.

Nýja árið heilsar ekki bara með flugeldahvelli heldur verður einnig „hvellur“ í veðrinu. Spáð er slæmu veðri á nýársdag, þá verður ekkert ferðaveður að sögn veðurfræðings. Á norðausturlandi er spáð 13 til 18 metrum á sekúndu og mun meira hvassvirði víða annars staðar. Gera má ráð fyrir snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni.

Gular eða appelsínugular viðvaranir eru fyrir landið allt á nýársdag og Vegagerðin hvetur fólk til þess að fresta ferðalögum fram yfir hádegi á sunnudaginn, 2. janúar. Allir helst fjallvegir landsins verða lokaðir á nýársdag en stefnt er að því að þeir verði opnaðir fyrir hádegi á sunnudag.