Fara í efni
Umræðan

Skógarferðir bæjarstjórnar

Nú er skipulagsráð Akureyrar hætt að reyna að þrýsta í gegn breytingum á aðalskipulagi á Oddeyri í fullkominni andstöðu við íbúa.

„Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,“ segir í bókun ráðsins.

Svo mörg voru þau orð frá skipulagsráði og eðlilegt framhald íbúakosningar þar sem 67% greiddu atkvæði gegn hugmyndum verktaka skipulagsráðs. Heitir líklega að fara heim með öngulinn í rassinum. Seint koma sumir en koma þó, mætti segja um skipulagsráð í þessu máli.

En nú er nýtt mál í uppsiglingu þetta sama skipulagsráð ætlar enn og aftur að ganga erinda sama verktaka og nú skal skella niður vörubrettastafla á einn viðkvæmasta og söguríkasta stað á Akureyri. Að byggja slík ósköp á jafn viðkvæmu svæði við eina elstu byggð á Akureyri finnst flestum óskiljanlegt ferðalag hjá fráfarandi bæjarstjórn og skipulagsráði. Bæjarstjórnin á eftir að sitja í 6 mánuði og flestir núverandi bæjarfulltrúar að hætta. Að byrja svona umdeildar framkvæmdir í lok kjörtímabils rétt fyrir kosningabaráttu vorsins lýsir ekki mikilli skynsemi. En þarna er þetta og íbúar hafa þegar tekið við sér. Hér eru uppi áform að eyða stórum hluta sjúkrahúsasögu bæjarins, td friðuðu húsi frá 1905. Auk þess gengur þetta þvert gegn Byggingalistastefnu Akureyrar sem samþykkt var 2001.

Heyrst hefur að einhver í skipulagsráði hafi hvatt SS Byggi til að fara í þetta ferðalag, en enn sem komið er hefur enginn í ráðinu gengist við því. Skiljanlegt því það er algjörlega ábyrgðarlaust ef svo er. Trúi því varla.

En það er ekki komið að þessu, skipulagsráð hefur hafið undirbúning að því að breyta aðalskipulagi. En þangað er löng og torfær leið fyrir verktakann og velvildarmenn hans í bæjarstjórn.

  • Það þarf að vinna ofanflóðamat hjá Veðurstofunni því allar Akureyrarbrekkur eru undir sem hugsanleg ofanflóðasvæði. Það risainngrip í viðkvæmar brekkur Innbæjarins er auðvitað á kolgráu svæði.
  • Formlegt umhverfismat þarf að fara fram vegna aðstæðna og skriðuhættu. Þar eru undir mörg hús sem liggja neðar i brekkunum undir þessu svæði.
  • Samráð og kynning fyrir íbúum Akureyrar þarf að fara fram því þetta gríðarlega byggingamagn á þessu svæði hefur mikil áhrif á ásýnd Akureyrar víðsvegar að.
  • Umdeilt mál á einu mesta menningar- og sögusvæði á Akureyrar. Það þarf auðvitað af fara í íbúakosningu í lok verkferla hér að ofan sé þetta enn á dagskrá eftir þá. Íbúakosning sbr. Oddeyrarkosningu þar sem sama var uppi á tengingnum.
  • Aðkoma og samgöngur eru vandamál á þessu svæði og það sem sýnt hefur verið á teikningum er algjörlega óásættanlegt.
  • Margt fleira mætti nefna hér en það bíður betri tíma.

Það er sorglegt að íbúar þurfi aftur og aftur að fara í hálfgert stríð við bæjaryfirvöld vegna ófaglegra tillagna og þjónkun við verktaka. En það tókst á Oddeyri og þó bæjaryfirvöld hafi ekkert af því lært og sama staða er uppi enn og aftur þá sýnist mér að fólk sé tilbúið að verja bæinn sinn og menningarverðmæti fyrir stórkallalegum hugmyndum sem þjóna engum nema á þeim græðir.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður Skipulagsnefndar Akureyrar.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30