Fara í efni
Fréttir

Opnun Dalsbrautar og Mímisbrautar frestast

Enn um sinn munu framkvæmdir á götum bæjarins hafa áhrif á umferð, þar á meðal akstur strætisvagna. Samkvæmt tilkynningu frá SVA í morgun mun opnun Dalsbrautar milli Borgarbrautar og Þingvallastrætis frestast fram á þriðjudagsmorgun, 27. ágúst. Leiðir 1 og 2 munu því áfram aka Hlíðarbrautina í stað Dalsbrautarinnar í dag og á mánudaginn. 

Opnun Mímisbrautar frestast fram í lok næstu viku. Í frétt okkar fyrr í vikunni um framkvæmdir við hitaveitubrunn á gatnamótum Mímisbrautar og Þórunnarstrætis kom ekki fram að lokun þeirra gatnamóta hefur áhrif á akstursleiðir strætisvagna. Leiðir 5 og 6 aka um Þórunnarstræti og Miðhúsabraut í stað þess að fara um Mýrarveg og Mímisbraut. Það fyrirkomulag stendur því áfram fram í lok næstu viku.


Gatnamót Þórunnarstrætis og Mímisbrautar verða lokuð fram í lok næstu viku að því er fram kemur í tilkynningu SVA. Leiðir 5 og 6 aka því um Þórunnarstræti og Miðhúsabraut í stað Mímisbrautar og Mýrarvegar. Mynd: Haraldur Ingólfsson.


Ástæða lokunar Mímisbrautar er að þar hefur verið unnið að því að fjarlægja þennan stóra hitaveitubrunn og setja jarðvegsloka í staðinn. Mynd: Norðurorka.