Fara í efni
Umræðan

Nokkur orð um skipulagsmál á Akureyri

Það vill svo til að á sínum tíma var ég í nánu sambandi við Minjastofnun vegna eigin máls og samfara því fór ég fram á við stofnunina að hið gamla og fornfrægahús BSO húsið yrði friðað. Það var ekki talið hægt m.a. þar sem það er ekki nema tæpra 70 ára gamalt en skýrt tekið fram af hálfu Minjastofnunar og staðfest að húsið og starfsemi þess verður ekki ekki flutt nema í fullu samráði við leigubifreiðastjórana, sem þar starfa. Það virðist vera árátta hjá fyrrv. og núv. meirhluta bæjarstjórnar að eyðileggja allt hér í bæ, sem er gamalt og hefur mikla sögu því í mörgum tilfellum um að ræða unglinga sem aldir eru upp við kók og puffs og vita takmarkað í sinn haus. Ég hef heyrt að til standi að hefja undirskriftasöfnun til bjargar BSO húsinu og vildi ég gjarnan fá að vita af því framtaki. Einu sinni enn er í ráðleysi bæjarstjórnar búið að gefa frest til vors að rífa húsið, sem verður ekkert gert nema í samráði við bfreiðastjórana, ég veit allt um það.

Svo ég nefni annað dæmi í dæmalausri eyðileggingaráráttu meirihlutans vil ég til taka tjaldstæðið við Þórunnarstræti sem hefur verið mjög vinsælt og bæjarprýði, gamalt kennileiti troðfullt öll sumar og m.a. Þórhalllur Jónsson virkur í skipulagsráði fékk þá hugmynd að eyðileggja það og byggja þar heilsugæslustöð en eini fulltrúinn sem var réttilega á móti var Jón Hjaltason frá F listanum. Á sama tíma blasir við mjög hentugt byggingarland fyrir heilsugæslustöð neðan við Þórunnarstræti sunnan Sels, sem hefði ekki nokkur áhrif þó stækka þyrfti sjúkrahúsið, sem þá gæti stækkunin orðið til austurs niður í Tónatröðina og þess vegna áfram til suðurs ef þurfa þætti. Það væri allavega gáfulegra en að koma þar upp háhýsa íbúðabyggð. Þá vil ég nefna hvað yrði auðveldara og jafnvel ódyrara að byggja bílakjallara í hólinn sunnan við Sel en í tjaldstæðið norðar við Þórunnnarstræti þar sem mikið hefur verið rifist um þá staðsetningu.

Í öllum blankheitunum virðist enginn áhugi á að spara

Það ætlar að endurtaka sig gamla óráðsían í sambandi við Listasafnið þegar ausið var tæpum milljarði í að gera upp gamla mjólkursamlagið og er enn borgað með því, þegar trúlega hefði mátt komast af með um helming þeirrar fjárhæðar. Nú eru það íþróttamálin þegar á að henda öðrum milljarði að minnsta kosti í bara KA svæðið og einhverjir hundruðir þúsunda ætlaðir til Þórs væri auðvitað miklu ódýrara og hagkvæmara að laga til gamla íþróttasvæðið við Hólabraut sem gæti auðveldlega dugað báðum íþróttafélögunum enn um sinn og þegar betur stæði á fjárhagslega mætti auðvitað huga að frekari uppbyggingu hjá KA og ÞÓR hvoru á sínum stað. Þetta segi ég sem gallharður KA félagi til 75 ára og á líka marga mjög góða kunningja í Þór og er mikill unnandi íþrótta.

Það var ekki hjá því komist að minnast á framangreint þegar að t.d. nýjustu fréttir úr Grímsey sem nú er úthverfi Akureyrar herma að þar sé margt í algjörum ólestri og vart við unandi og er þar helst til tekið marg svikin loforð t.d. að verk séu hálfkláruð, verkið sé ekki á fjárhagsáætlun, þó svo að beiðnir um úrbætur hafi legið fyrir í mörg ár. Í fundargerð hvefisnefndar Grímseyjar segi aðstaðan sé þannig að eignir bæjarins í eyjunni séu að drabbast niður því þeim er ekki sinnt. Svo mörg eru þau orð. „Ljótt er engið Lárusar því lítið bítur spíkin“.

Hjörleifur Hallgríms er varabæjarfulltrúi F listans.

Ég hef áður minnst á að ekki væri úr vegi að byggja eitthvað álika og þessi mynd sýnir og má benda á að viðlíka byggingarstíll er í Hafnarstræti sunnan frá nr. 82 og norður að H 100, segir Hjörleifur Hallgríms.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30