Fara í efni
Fréttir

KAON: Maraþonáheit komin í 2,1 milljón

Mynd af vef Reykjavíkurmaraþons

Í morgun hafði samtals 2,1 milljón króna verið heitið á þá sem hlaupa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) í Reykjavíkurmaraþoninu, sem þreytt verður í 40. sinn á laugardaginn. Sú upphæð, hið minnsta, rennur því til félagsins – sem er mun meira en áður hefur safnast fyrir KAON í hlaupinu.

  • Viltu heita á hlaupara og styrkja KAON? Smelltu hér til þess og síðan þarf að smella á nafn þess sem heitið er á.

„Við erum bara orðlaus yfir þessu! Þetta er lang hæsta upphæð sem hefur safnast fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum líka með ótrúlega flott fólk sem er að hlaupa fyrir okkur,“ sagði Eva Björg Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá KAON, við Akureyri.net í morgun.

„Svona fjáröflun er mjög mikilvæg fyrir félagið, þar sem það er bara rekið með styrkjum. Þakklæti er okkur því efst í huga þessa dagana,“ sagði Eva Björg.

Vefur Reykjavíkurmaraþons

Vefur KAON