Fara í efni
Umræðan

Já, það verður kosið um gras

Þau eru hógvær fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist á Akureyri.net fyrr í dag, þegar þau fara yfir forsendur spurningarinnar; Verður kosið um gras?

Þau gleyma að nefna að við annan tveggja gervigrasvalla á KA svæðinu á að reisa 1.000 manna stúku. Undir henni eru þá 600 fermetrar sem á ekki að nota undir sturtu og aðstöðu heldur á að byggja sérstakt hús undir þær fyrir 500 milljónir, húsið er á teikningu á tveimur hæðum þar sem efri hæðin er viðbót við félagsheimili KA. Til viðbótar á svo að reisa vallarhús undir starfsmenn vallarins. Nýr notaður gervigrasvöllur (völlur nr. 3) kemur svo á vestursvæði KA. Fermetrarnir 600 undir stúkunni eru svo óráðstafaðir en heita á planinu geymsla. Þetta sprettur upp á næstu 24 mánuðum eða svo.

En til að svara spurningu Guðmundar Baldvins Guðmundssonar og Evu Hrundar Einarsdóttur; Já, það verður kosið um gras.

Geir Hólmarsson er áhugamaður um íþróttastarf

Grein Guðmundar Baldvins og Evu Hrundar

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30