Hvítlaukur og daunn á Syðri-Brekkunni
Sigmundur afi hafði ekki mikið álit á útlöndum. Ísland væri meira en nóg fyrir hans líka. Og hefði líka reynst honum það vel að hann færi nú ekki að ana út í einhverja vitleysu um heimsins höf.
Þannig hefst 38. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Það var því að vonum að hann gerði athugasemdir við nýtilkomið útstáelsi á syni sínum og tengdadóttur, en pabbi og mamma tóku upp á þeim óskunda, að afa sögn, að sækja sólarlöndin heim á seinustu tímum sjöunda áratugarins eins og þá var að verða móðins hjá mörlandanum, segir Sigmundur.
En fyrst varð afinn heimaskítsmát þegar hvítlaukur kom til sögunnar.
Smellið hér til að lesa nýjan pistil Sigmundar Ernis