Fara í efni
Fréttir

Hitamet ársins slegið í vikunni?

Þessi brá á leik á Pollinum í lok júlí, þegar meðalhiti á Akureyri mældist hærri en nokkru sinni hér á landi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Því er spáð að heitasti dagur ársins sé framundan! Teitur Arason, veðurfræðingur, sagði á RÚV að hiti gæti ferið í 28 gráður norðaustanlands á miðvikudag. Heitasti dagur ársins hér á landi til þessa var 20. júlí þegar hitinn fór í 27,5 stig á Akureyri.

„Von er á suðlægum áttum og hlýindum um landið norðaustanvert næstu daga en talsvert kaldara og sér í lagi hvassara syðra,“ segir á vef RUV. 

Nánar hér á vef RUV.