Fréttir
Hallormsstaður bætti „Akureyrarmetið“!
24.08.2021 kl. 15:05
Veðurkort Veðurstofu Íslands klukkan 15.00 í dag.
Dagurinn í dag er heitasti dagur ársins og mögulega sá heitasti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi frá upphafi. Þetta segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is
„Mér sýnist Hallormsstaður vera búinn að gægjast í 29,3 stig. Hlýjasta mælingin hingað til í sumar var 27,5 gráður á Akureyri þann 20. júlí, þannig þetta er það hlýjasta sem mælst hefur á árinu. Þetta er jafnframt hlýjasta mælingin á landinu síðan í júlí-hitabylgjunni 2008, þá mældust 29,7 gráður á Þingvöllum,“ segir Teitur.
Honum þykir líklegt að hitametið fyrir ágústmánuð verði slegið aftur á morgun en þá er spáð enn meiri hita á Austurlandi.
Nánar hér á mbl.is