Fara í efni
Fréttir

Gáfu Pieta á Akureyri 100 þúsund krónur

Starfsmannafélag AK-INN og Orkunnar við Hörgárbraut hafa fært Pieta samtökunum 100.000 krónur að gjöf. Frekar en að nota sjóð starfsmannafélagsins til jólagjafakaupa fyrir starfsfólk var ákveðið að styrkja gott málefni í ár og lá beinast við að styrkja Pieta samtökin sem nýlega hafa opnað skrifstofu á Akureyri, að því er segir á Facebook síðu AK-INN. „Markmið Pieta samtakanna er að opna umræðu um sjálfsvíg og ná til fólks í sjálfsvígshugleiðingum og teljum við að aldrei hafi þörfin fyrir svona samtök verið meiri“.

Það voru Lilja, Guðrún Vaka og Daníela frá AK-INN og Kristinn Darri frá Orkunni sem afhentu Birgi Erni Steinarssyni, forstöðumanni Pieta samtakanna á Akureyri, gjöfina.