Fara í efni
Mannlíf

Brúa verður bilið milli fortíðar og framtíðar

Gervigreind er heitt umræðuefni sem vekur bæði spennu og áhyggjur í samfélaginu. 

„Við stöndum frammi fyrir mörgum þversögnum en segja má að tæknin sé bæði of- og vanmetin á sama tíma, og skoðanir fylkinga sömuleiðis. Einn hópur hefur ofurtrú á tækninni á meðan annar vill jafnvel ganga svo langt að sprengja gagnaverin sem hýsa hana,“ segir Magnús Smári Smárason í nýjum pistli um gervigreind sem birtist á Akureyri.net í dag, þeim sjötta um þetta spennandi og afar áhugaverða málefni.

„Ábyrgð okkar á þessum tímum er gríðarleg,“ segir Magnús Smári meðal annars og rökstyður það með sannfærandi hætti: „Við erum fyrsta kynslóðin sem lifir á tölvuöld og um leið síðasta kynslóðin sem man tímann fyrir hana. Þessi einstaka staða leggur á okkur þá skyldu að brúa bilið milli fortíðar og framtíðar. Við megum ekki skila af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem skilur ekki tæknina sem það reiðir sig á. Þetta er áhætta sem er ekki mikið rædd en þegar við íhugum það nánar hlýtur þetta að vera eitt mikilvægasta verkefni okkar.“