Fara í efni
Fréttir

Börnum boðið í sund og á skíði í vetrarfríinu

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskólanna síðari hluta vikunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins.

„Fimmtudaginn 3. mars og föstudaginn 4. mars geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar og sundlaugar Akureyrar án endurgjalds,“ segir í tilkynningunni.

„Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar í VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.

Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 krónur í skíðalyfturnar. Kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls og á N1.“