Tilþrif í listhlaupi á ísnum - MYNDIR
Árleg vorsýning listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar fór fram á sunnudaginn. Segja má að þetta sé uppskeruhátíð iðkenda í félaginu, þar sem allir fá tækifæri til að sýna hvað þeir hafa lært yfir önnina.
„Allir leggja hönd á plóg, iðkendur, foreldrar, stjórn félagsins og þjálfarar. Það má sérstaklega nefna eldri stelpur félagsins sem eru alveg einstaklega duglegar að hjálpa til við að búa til sýninguna,“ segir Aldís Lilja Sigurðardóttir, þjálfari. „Á hverri sýningu er nýtt þema, nú var það gullmolar úr fortíðinni. Sýningarnar eru alltaf mikið tilhlökkunarefni fyrir iðkendurnar og er mikill spenningur fyrir því að undirbúa þær. Á sýningunum taka allir iðkendur félagsins þátt, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Það er alltaf jafn gaman að koma að undirbúningi og framkvæmd svona sýningar, brosin og gleðin sem ríkir hjá öllum er alveg einstök.“
Björn Elvar Björnsson var með myndavélina í Skautahöllinni og hér að neðan má sjá skemmtilegar mynd hans frá sýningunni.