Mannlíf
Skiptifatasláin alltaf vinsæl í VMA
09.10.2021 kl. 13:00
Nytjamörkuðum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og njóta mikilla vinsælda. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri má finna einn slíkan markað, vissulega í smærri kantinum, en engu að síður er þetta skemmtileg og áhugaverð tilraun.
Fyrir um tveimur árum fengu Harpa Birgisdóttir og Hildur Salína Ævarsdóttir, kennarar í hársnyrtiiðn, þá hugmynd að setja upp skiptifataslá á C-gangi skólans, fyrir utan húsnæði hársnyrtiiðnar. „Í upphafi renndu þær blint í sjóinn með hugmyndina en fljótlega kom á daginn að margir nýttu sér að koma með föt sem þeir hafa ekki lengur not fyrir og grípa mögulega eitthvað annað af slánni,“ segir á vef skólans.
Nánar hér á vef VMA.