Mannlíf
Skeggjaði karlinn var ekki innbrotsþjófur!
27.07.2021 kl. 10:55
„Þegar við tökumst á við alheimsvanda í samskiptum kynjanna sem endurspeglast meðal annars í uppgjöri Metoo byltingarinnar skiptir miklu að skoða vel stóra samhengið til að gera raunverulegar breytingar og umpóla gildum sem hafa ruglast eða öllu heldur hafa alltaf verið rugluð, eins og að það sé bara kvenna að hlúa að sjúkum og græða sár en karla að byggja upp veldi og græða peninga,“ segir Hildur Eir Bolladóttir í pistli dagsins.
Hildur Eir segir meðal annars:
- Hún kveðst montin af 19 ára syni sínum, „en þessi pistill fjallar hins vegar um það hvað mér finnst magnað og merkilegt að hann hafi af eigin frumkvæði sótt um og fengið starf við umönnun aldraðra og sjúkra á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.“
- „Móðir mín sem er 85 ára og þiggur aðstoð heimahjúkrunar dag hvern varð felmtri slegin á dögunum þegar ungur skeggjaður karlmaður birtist heima hjá henni til að aðstoða við morgunrútínuna en sá reyndist eftir „yfirheyrslu“ gömlu konunnar vera velviljaður sumarstarfsmaður heimahjúkrunar en ekki innbrotsþjófur eða misindismaður.“
Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar.