Samkennd, góðmennska og heiðarleiki
Jón Óðinn Waage minnist í pistli dagsins ungs vinar síns sem er nýlátinn.
„Það er hægt að meta hæfni einstaklinga á mörgum sviðum, hæfni sem kerfið ætlast til af þér. En svo eru eiginleikar sem ekki er hægt að mæla, eiginleikar sem aðeins er hægt að upplifa í fari hvers og eins. Eiginleikar eins og samkennd, heiðarleiki og góðmennska,“ skrifar Jón Óðinn.
„Vinur minn var eins og ég, við uppfylltum ekki allar kröfur. En það sem að hann lagði til var risaskammtur af samkennd, heiðarleiki í sinni tærustu mynd og góðmennska sem að smitaði út frá sér. Hann var þrjátíu árum yngri en ég, ég hitti hann fyrst þegar hann var nýfæddur. Hann horfði á mig sínum stóru fallegu augum sem að strax þá endurspegluðu eitthvað sem að gerði daginn betri við það að vera í návist hans.“
Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins.