Jón Óðinn: Heiminum er stjórnað af vondu fólki
Jón Óðinn Waage fjallar í pistli dagsins um pilta sem komu börn að aldri í hópi flóttamanna til Svíþjóðar, þar sem Jón Óðinn býr. Vel var tekið á móti þeim, drengjunum gekk mjög vel í skóla, svo vel að vakti aðdáun kennara þeirra.
„Svo breytti kerfið um kúrs. Þessir drengir voru ekki velkomnir lengur, það átti að senda þá til baka til Afganistan þar sem að kerfið taldi landið vera öruggt,“ segir Jón Óðinn, lýsir velvilja fólks í mörgum bæjum, sem aðstoðaði drengina, sem fengu að halda áfram í námi – en ákveðin skilyrði sett fyrir því að þeir fengu að dvelja áfram í landinu að námi loknu.
Margir drengirnir voru sendir aftur til Afganistan. „Síðasti hópurinn var sendur aðeins viku áður en talibanar tóku öll völd í landinu,“ segir Jón Óðinn.
Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins.