Fara í efni
Mannlíf

Hjólaskíðakeppni í júlísólinni

Gönguskíðamenn deyja ekki ráðalausir á þessum árstíma þótt enginn sé snjórinn. Þeir vilja auðvitað halda sér í æfingu og ekki síður að njóta veðurblíðunnar. Í vikunni fór fram hjólaskíðakeppni með þátttakendum frá Akureyri og Ólafsfirði, hörkukeppni að sögn þeirra sem fylgdust með. Keppt var á hjólastígnum sem liggur frá afleggjaranum upp að Kjarnaskógi og inn að Hrafnagili. Hægt var að velja á milli þess að fara 5, 10 eða 15 kílómetra. Stefnt er að því að halda fleiri hjólaskíðamót á Norðurland í sumar og í haust.