Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: þekkirðu kirkjustaðinn?

Vikulega birtist gömul ljósmynd hér á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Fólk sýnir iðulega gömlum myndum gríðarlegan áhuga og Minjasafninu hafa í gegnum tíðina borist fjölmargar ábendingar um nöfn fólks og staðhætti eftir að mynd birtist opinberlega.

Mynd dagsins er úr albúmi sem var í eigu Jóns Norðfjörð. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða kirkjustaður þetta er, en talið líklegt að myndin sé tekin í Þingeyjarsýslu.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hvar myndin er tekin og hvaða fólk þetta er, eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri, á netfangið hg@minjasafnid.is  

Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR