Mannlíf
Fyrirlestur um Jón S. Arnþórsson í dag
26.08.2021 kl. 13:30
Fyrirlestur verður í Iðnaðarsafninu á Krókeyri síðdegis í dag, sá síðasti í sumar. Fyrirlestur dagsins kallast Hugsjónamaðurinn Jón S. Arnþórsson og það er Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, fyrrverandi safnstjóri Iðnaðarsafnsins sem flytur. Jón Arnþórsson, stofnandi safnsins og fyrsti safnstjóri, hóf markvissa söfnun iðnminja árið 1993 og safnið var formlega stofnað 1998. Fyrirlesturinn, sem verður um 20 mínútur að sögn Jónu, hefst klukkan 17.00.