Mannlíf
„Ég á ekki uglu, við erum vinir“
27.10.2021 kl. 23:00
Tveir fuglaáhugamenn á Akureyri hafa undanfarna daga hlúð að veikri branduglu í bílskúr í bænum. Óðinn Svan Óðinsson sagði stórskemmtilega frétt um málið í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins. Fram kom að uglan hefði lítið viljað éta en að vonir stæðu til að hún braggist, fái hún lifandi mús.
Óðinn Svan spyr Jón Magnússon í fréttinni: „Ég verð nú að spyrja þig eins og Magnús Hlynur, kollegi minn á Suðurlandi. Er gaman að eiga uglu?“
Jón svarar: „Ég á ekki uglu, við erum vinir. Það er gaman að vera vinur uglu.“
Smellið hér til að sjá frétt Óðins um ugluna.