Fara í efni
Mannlíf

Akureyri, örnefni, hverfi og íbúar

Merking örnefnisins Akureyri virðist liggja í augum uppi, segir Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari, í grein um Akureyri, örnefni, hverfi og íbúa bæjarins, sem birtist á Akureyri.net í dag. Tryggvi heldur áfram: Fyrri hluti örnefnisins er orðið akur í merkingunni „sáðland“, síðari hlutinn eyri í merkingunni „tangi“. Hins vegar er ljóst, að akur hefur aldrei verið á eyrinni undir Búðagili sem alla tíð hefur verið hrjóstrug meleyri mynduð af framburði Búðalækjarins, en gilið dregur nafn sitt af búðum dönsku kaupmannanna er þar stóðu. Uppi á Höfða, þar sem nú er kirkjugarður Akureyringa, hefur sennilega verið kornakur á fyrri tíð þegar veðurfar var hlýrra og Íslendingar ræktuðu bæði korn og lín. Akureyri gæti því því merkt „eyrin undir akrinum“.

Grein Tryggva Gíslasonar