Fara í efni
Fréttir

Úkraínsk tónlist og friðarboðskapur

Ljósmynd: Eyþór ingi Jónsson.

Tónlistarfólk Akureyrarkirkju stendur fyrir styrktartónleikum í Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 29. mars kl. 20, eins og Akureyri.net hefur áður greint frá. Nú er endanlega ljóst hverjir koma fram á tónleikunum.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum til hjálpar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu.

Á tónleikunum koma fram:

  • Kór Akureyrarkirkju
  • Eldri Barnakór Akureyrarkirkju
  • Hymnodia
  • Björk Níelsdóttir, söngkona
  • Daniele Basini, gítarleikari
  • Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona
  • Emil Þorri Emilsson, slagverksleikari
  • Jón Þorsteinn Reynisson, harmóníkuleikari
  • Kristjana Arngrímsdóttir, söngkona
  • Sóley Björk Einarsdóttir, trompetleikari
  • Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari
  • Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og stjórnandi
  • Þorvaldur Örn Davíðsson, organisti og stjórnandi
  • Eyþór Ingi Jónsson, organisti og stjórnandi

Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína. Kynnir á tónleikunum er leikkonan María Pálsdóttir

  • Flutt verður úkraínsk tónlist, fallegur friðarboðskapur og frumflutt tónlist eftir Gísla Jóhann Grétarsson og textar eftir Hjörleif Hjartarson og Hannes Sigurðsson, sem samið var sérstaklega fyrir tónleikana.
  • Fé verður safnað fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem sendir framlagið til systurstofnana á vettvangi sem þekkja staðhætti og eru færastar um að koma hjálpinni til skila á skilvirkan hátt.
  • Aðstoðin hefur fyrst og fremst falist í því að fólkið hefur fengið mat, drykk, hreinlætisvörur og -aðstöðu auk þess sem börnum hefur verið sköffuð aðstaða til að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum. Fólkið fer svo áfram með rútum frá landamæraþorpum í stærri borgir þar sem búið að er koma upp miðstöðvum fyrir flóttafólkið.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum, sem fyrr segir. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0302-26-3077, kt. 410169-6149.

Sjónvarpsstöðin N4 tekur tónleikana upp og verður þeim sjónvarpað á stöðinni á páskadag. Exton sér um lýsingu og svið á tónleikunum