Fréttir
Það þýðir ekki að gefa frestaranum dagbók
21.03.2022 kl. 06:00
Haft er eftir rithöfundinum Oscar Wilde að hann fresti engu til morgundagsins sem hann mögulega gæti heldur gert daginn þar á eftir. Er hann þá frestari, eða bara með forgangsröðunina á hreinu?
Þannig hefst sjötti pistill Sigríðar Ólafsdóttur í pistlaröðinni Magnaðir mánudagar, sem birtist í dag. Hún fjallar að þessu sinni um frestun, frestunarráttu og forgangsröðun.
Hún segir meðal annars: „Þetta snýst því ekki bara um aga, tímastjórnun eða skipulag, það þýðir ekki að ætla að hjálpa frestaranum með því að gefa honum dagbók. Frestun er sálræn og við erum í góðri trú að forða okkur frá mistökum, breytingum eða því að gera eitthvað sem okkur hefur gengið illa að gera áður.“
Smellið hér til að lesa pistil Sigríðar.