„Stellurnar“ aftur til heimahafnar í dag
Líkan af skuttogurum Útgerðarfélags Akureyringa, systurskipunum Svalbak EA 302 og Sléttbak EA 304, var afhjúpað við hátíðlega athöfn í matsal ÚA í dag. Dagsetningin er ekki tilviljun; í dag eru nákvæmlega 50 ár síðan Stellurnar, eins og skipin voru jafnan kölluð, komu til heimahafnar í fyrsta skipti.
Skipin voru eins og líkanið er því eitt; Elvar Þór Antonsson á Dalvík smíðaði gripinn glæsilega fyrir Stellurnar, hóp sem stendur að verkefninu, aðallega fyrrverandi sjómenn á togurum ÚA.
Skipin voru aðeins nokkurra ára þegar ÚA keypti þau frá Færeyjum. Þau voru smíðuð í Noregi 1968 og 1969 og hétu Stella Kristina og Stella Karina, sem útskýrir gælunafnið.
Það voru Halldór Hallgrímsson, fyrrum skipstjóri á Svalbak EA 302 og Sigurlaug Magnúsdóttir, ekkja Áka Stefánssonar skipstjóra á Sléttbak EA 304, sem afhjúpuðu Stellurnar í dag.
Nánar á morgun
Sigurlaug Magnúsdóttir, ekkja Áka Stefánssonar skipstjóra á Sléttbak, og Halldór Hallgrímsson, skipstjóri á Svalbak, við líkanið sem þau afhjúpuðu í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson