Snekkjan A skreið loks inn á Poll
Seglsnekkjan A, ein sú stærsta í heimi, hefur að mestu legið í Krossanesvíkinni síðustu tvær vikur en undir kvöld skreið hún loks inn á Poll. Hún er svo fyrirferðarmikil að vegna mögulegrar truflunar á flugumferð halda skipverjar ekki til á Pollinum allan tímann; möstrin ná rúmlega 100 metra hæð, mun hærra en Hallgrímskirkjuturn. Snekkjan má þó vera austast á Pollinum, næst Vaðlaheiðinni, og er þar nú.
Snekkjan hefur vakið mikla athygli Akureyringa og margir fylgdust með henni langt fram á kvöld. Í þann mund sem snekkjunni var siglt inn á Poll voru Víðir og Kristina með veiðistangir sínar á flotbryggjunni við Hof í blíðunni. Ekki hafði fiskur bitið á, en Kristina sagðist hafa séð kola. Og útsýnið var óhefðbundið - með þessa óvenjulegu, risastóru snekkju í fjarska.
Veður var afar gott í kvöld, sólin gekk til viðar í blankalogni og karlinn í tunglingu fylgdist grannt með skipinu eftir vaktaskiptin.
Smelltu hér til að lesa um snekkjuna þegar hún kom til Akureryar
Eyjafjörðurinn er fallegar á sólarkvöldum eins og nú. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Tunglskinið lýsti upp snekkjuna í kvöldlogninu.