Munur á að hringja í prest eða hafa starfandi sálgæti
„Það er munur á því að geta hringt í prest sem bókar samtal á næstu dögum, eða að hafa starfandi sálgæti inni á stofnunni sem gengur stofugang, ræðir við hjúkrunarfræðingana og fær að vita hver hefði mögulega gott af heimsókn og samtali. Það er ekki þjónusta sem við prestarnir getum veitt vegna persónuverndarlaga og öryggismála á spítalanum skilst mér, en það er þjónusta sem starfsmaður spítalans gæti veitt,“ segir séra Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, í nýrri grein á Akureyri.net – svari við grein Friðbjörns Sigurðssonar læknis sem birtist í morgun.
Smellið hér til að lesa grein séra Sindra Geirs
Smellið hér til að lesa grein Friðbjörns Sigurðssonar læknis frá því í morgun: Af dauðhrædda sóknarprestinum
Smellið hér til að lesa grein séra Sindra Geirs sem birtist á föstudag: Ég vil ekki deyja á Sjúkrahúsinu á Akureyri