Fréttir
Hentu 1,2 milljörðum í ruslið á 8 árum
30.11.2021 kl. 11:40
Könnun Sorpu sýnir að árið 2019 hafi íbúar á höfuðborgarsvæðinu hent 135 milljónum króna í ruslið; það var verðmæti þeirra skilagjaldsumbúða sem hent var. Verðmæti þess sem hent var á 8 árum var 1,2 milljarðar króna!
Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku og pistlahöfundur Akureyri.net, fjallar í pistli dagsins um rusl og þau miklu tækifæri sem Íslendingar hafa til þess að verða algjör fyrirmyndarþjóð í úrgangsmálum. Hann nefnir í pistlinum að á hverju ári sé heildarmagn úrgangs um 3 tonn á hvert mannsbarn hérlendis.
Smellið hér til að lesa pistil Guðmundar.