Fara í efni
Fréttir

Finnbogi Jónsson er látinn

Finn­bogi Jóns­son verk­fræðing­ur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri, lést þann ní­unda sept­em­ber síðastliðinn í Vancou­ver í Kan­ada, 71 árs að aldri.

Finn­bogi fædd­ist 18. janú­ar 1950. Hann er fædd­ur og upp­al­inn á Ak­ur­eyri. For­eldr­ar hans voru Esther Finn­boga­dótt­ir f. 24. janú­ar 1917 - d. 23. júní 1986, verka- og matráðskona, og Jón Svein­björn Kristjáns­son f. 13. sept­em­ber 1912 - d. 26. mars 2001, fyrrv. stýri­maður og skip­stjóri. Finn­bogi lauk stúd­ents­prófi frá MA 1970, fyrri­hluta­prófi í eðlis­verk­fræði frá HÍ 1973, loka­prófi í eðlis­verk­fræði frá Tækni­há­skól­an­um í Lundi í Svíþjóð 1978 og loka­prófi í rekstr­ar­hag­fræði frá há­skól­an­um í Lundi sama ár.

Finn­bogi kenndi við Gagn­fræða- og Iðnskóla Vest­manna­eyja 1970-71. Eft­ir að Finn­bogi lauk há­skóla­námi varð hann deild­ar­stjóri í iðnaðarráðuneyt­inu 1979-82, fram­kvæmda­stjóri Iðnþró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarðar hf. 1982-86 og jafn­framt fram­kvæmda­stjóri Ístess hf. 1985-86. Hann var fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. í Nes­kaupstað frá 1986 til 1999, for­stjóri Íslenskra sjáv­ar­af­urða hf. 1999, aðstoðarfor­stjóri SÍF hf. frá árs­byrj­un 2000, starf­andi stjórn­ar­formaður Sam­herja hf. 2000-2005 og fram­kvæmda­stjóri SR-mjöls h/​f, frá 2003 til 2006. Hann var fram­kvæmda­stjóri Ný­sköp­un­ar­sjóðs at­vinnu­lífs­ins frá 2006 til 2010 og fram­kvæmda­stjóri Fram­taks­sjóðs Íslands frá 2010 til 2012. Þá sat hann auk þess í stjórn­um fjöl­margra fyr­ir­tækja, sam­taka og stofn­ana. Finn­bogi var bú­sett­ur í Par­ís og Moskvu árin 2012- 2020. Síðari árin sinnti Finn­bogi einkum ný­sköp­un og stjórn­ar­setu. Meðal ann­ars beitti hann sér fyr­ir sam­starfi um út­flutn­ing á ís­lenskri tækniþekk­ingu í sjáv­ar­út­vegi, sem hef­ur skilað stór­um verk­efn­um í Rússlandi. Hann var formaður Perlu­vina sem staðið hafa að upp­bygg­ingu nátt­úru­sýn­inga í Perlunni og sat hann um ára­bil í há­skólaráði á Ak­ur­eyri. Finn­bogi hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín og var meðal ann­ars út­nefnd­ur maður árs­ins í ís­lensku viðskipta­lífi árið 1997 og sæmd­ur heiðurs­merki Verk­fræðinga­fé­lags Íslands 1999.

Finn­bogi kvænt­ist þann 27.2.1971 Svein­borgu Helgu Sveins­dótt­ur, f. 13.6.1948 - d. 13.3.2004, geðhjúkr­un­ar­fræðingi og fé­lags­mála­stjóra.

Börn Finn­boga og Svein­borg­ar eru Esther, f. 30.11.1969, sér­fræðing­ur í fjár­málaráðuneyt­inu og er maður henn­ar Ólaf­ur Georgs­son f. 5.7.1967, flug­stjóri. Börn Esther­ar eru Finn­bogi Guðmunds­son, f. 18.4.1996, Vig­dís Elísa­bet Bjarna­dótt­ir, f. 11.1.2006 og Georg Ólafs­son f. 10.2.2012; Sig­ríður Ragna f. 20.7.1976, fyrr­ver­andi flug­freyja og starfsmaður á fast­eigna­söl­unni Mikla­borg og er maður henn­ar Roberto Gonzá­lez Martín­ez f. 8.8.1977, slökkviliðsmaður. Syn­ir þeirra eru Elm­ar f. 28.3.2009 og Erik Máni f. 16.2.2012.

Sam­býl­is­kona Finn­boga frá 2005 Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir f. 15.1.1955, sendi­herra. Börn henn­ar eru Ásgeir Gísla­son f. 6.7.1981 viðskipta­fræðing­ur, Sigrún Ingi­björg Gísla­dótt­ir f. 13.6.1988 lögmaður og Sæ­unn Gísla­dótt­ir f. 4.6.1993 þró­un­ar­hag­fræðing­ur.

Al­syst­ir Finn­boga er Dórot­hea J. Bergs f. 20.2.1947, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, hálf­syst­ir sam­mæðra er Hrafn­hild­ur Ólafs­dótt­ir f. 20.5.1939, fyrrv. deild­ar­stjóri og hálf­bróðir Finn­boga, sam­feðra, er Ant­on Helgi Jóns­son f. 15.1.1955, skáld.

Finnbogi var um tíma starfandi stjórnarformaður Samherja, eins og að framan greinir. Hans er minnst á heimasíðu fyrirtækisins í dag - sjá hér