Fréttir
Færðu Velferðarsjóði eina milljón króna
17.12.2021 kl. 15:30
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Nokkur fyrirtæki afhentu Velferðarsjóði á Eyjafjarðarsvæðinu samtals eina milljón króna að gjöf í morgun. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis, Hjálpræðishersins á Akureyri, Rauða krossins við Eyjafjörð og Hjálparstarfs kirkjunnar, og styður við bakið á fólki sem þarf hjálp.
Það voru Bónus, Rúmfatalagerinn, Ilva og Klettás, eigandi Norðurtorgs, sem tóku sig saman og gáfu féð í morgun. Á myndinni eru, frá vinstri: Hilmar Már Baldursson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins, Marteinn Brynjarsson og Baldvin Stefánsson, báðir frá Rúmfatalagernum, Jófríður Traustadóttir og Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Velferðarsjóðnum, Jón Ævar Sveinbjörnsson verslunarstjóri í Bónus og Arnar Pálsson verslunarstjóri Ilva.