Fara í efni
Þór/KA

Aftur ekið um „göngugötuna“

Opið fyrir gangandi og akandi í Hafnarstrætinu, göngugötunni. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Bílaumferð er nú aftur ótakmörkuð um þann hluta Hafnarstrætis sem að jafnaði er nefndur göngugatan og hefur svo verið í rúma viku. Gatan var fjölskipuð núna í hádeginu, skemmtiferðaskip í höfn og fjölmennt af bæði erlendum gestum sem og heimafólki að sinna erindum, á leið í hádegismat frá vinnu sinni á svæðinu og svo framvegis.

Samþykkt bæjarstjórnar frá 6. júní 2023 gekk út á það að lokað yrði fyrir umferð vélknúinna ökutækja alla daga, allan sólarhringinn, í júní, júlí og ágúst, en jafnframt að aðgengi yrði tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og fyrir aðföng þeirra sem eru með rekstur á svæðinu. 

Þannig má segja að enn eitt merkið um sumarlok og að haustið sé tekið við því um sumarlokun var að ræða í Hafnarstrætinu.


Það var líflegt í miðbænum í hádeginu þó svo norðanvindurinn væri napur. Mynd: Haraldur Ingólfsson.