Fara í efni
Safnkosturinn

Amtsbókasafnið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Hrönn Soffíu Björgvinsdóttir og frísskápurinn við Amtsbókasafnið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Frísskápurinn við Amtsbókasafnið hefur hlotið alþjóðlega tilnefningu frá IFLA, alþjóðlegu bókasafnasamtökunum, sem besta græna bókasafnsverkefnið. Hrönn Soffíu Björgvinsdóttir er verkefnastjóri á Amtsbókasafninu og hefur umsjón með frísskápnum. „Við erum auðvitað gríðarlega stolt!,“ segir Hrönn. „Við, eins og aðrir á listanum, sendum sjálf inn umsögn um okkar verkefni og það er verulega ánægjulegt að það skuli hafa verið valið áfram á "long list" hjá IFLA.“

Frísskápurinn var tekinn í notkun árið 2022 og er búinn að festa sig í sessi. „Nýtingin á skápunum er mjög góð, bara á opnunartíma safnsins eru að koma á að giska um 50 einstaklingar á dag,“ segir Hrönn. „Við vitum að það er líka gríðarleg traffík um skápana á kvöldin og jafnvel næturnar.“

Hrönn segir að í maí verði tilnefningalistinn þrengdur, og verðlaun svo veitt í október. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.

Hér má sjá frétt um tilnefningarnar á heimasíðu IFLA.