Fara í efni
Safnkosturinn

Alþjóðlegt eldhús í dag á Amtsbókasafninu

Fjölbreyttur matur var í boði á Amtsbóksafninu í nóvember árið 2022 þegar samskonar viðburður var haldinn og er á dagskrá í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Í dag, sumardaginn fyrsta, verður Alþjóðlegt eldhús haldið í sjöunda skipti á Amtsbókasafninu á Akureyri frá klukkan 13.00 til 15.00. Bókasafnið sjálft er lokað en allir eru velkomnir í húsið til þess að smakka fjölbreytta rétti frá 18 löndum. 
 

„Alþjóðlegt eldhús er samfélagsverkefni sem er til þess fallið að styrkja samskipti milli Íslendinga og innflytjenda á Akureyri. Fólki af erlendum uppruna er gefið tækifæri til að elda hefðbundinn mat frá heimalandi þeirra og kynna þessa rétti fyrir öll sem mæta á viðburðinn,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

„Verkefnið stuðlar að fjölbreyttu mannlífi og skilningi milli ólíkra menninga- og tungumálahópa frá mismunandi löndum og gefur innflytjendum kost á að kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum Akureyrar. Ekki síst styðja við inngildingu og sýnilegri fjölmenningu.“
 
Aðgangur er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum.
 
Verkefnið er styrkt af Amtsbókasafninu á Akureyri, Menningarsjóð Akureyararbæjar, Norðurorku og Papco.