Íshokkí
Þórsarar semja við kanadískan kantmann

Kanadískur knattspyrnumaður, Clément Bayiha, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Þórs. Hann mun því leika með Þórsurum í sumar og á næsta ári.
„Clément er 25 ára gamall kantmaður sem lék síðast með York United í kanadísku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig leikið í MLS deildinni í Bandaríkjunum og norsku úrvalsdeildinni á ferli sínum. Að auki hefur hann leikið sjö leiki fyrir yngri landslið Kanada,“ segir á vef Þórs.