Endurtekið efni hjá Þórsurum í Njarðvík

Endurtekið efni er líklega réttnefni um leik Þórs og Njarðvíkur í fyrstu umferð A-hluta Bónusdeildar kvenna í körfubolta sem fram fór í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkurliðið reyndist of sterkt, einstaklingsgæði erlendra leikmanna Njarðvíkurliðsins í samspili við afar slaka þriggja stiga skotnýtingu Þórsliðsins skilaði svipaðri niðurstöðu og í leik liðanna á sama stað fyrir viku. Meira að segja lokatölurnar urðu næstum þær sömu.
Njarðvíkingar voru sterkari í fyrsta leikhlutanum og hittu afburða vel. Emma Karólína byrjaði leikinn af krafti og skoraði tíu af fyrstu 12 stigum Þórs, en liðsfélögum hennar gekk brösuglega og skotnýting ekki góð. Munurinn orðinn tíu stig að loknum fyrsta leikhluta. Amandine Toi skoraði sín fyrstu stig snemma í öðrum leikhluta og Þórsliðið líflegra en í þeim fyrsta, en munurinn 11 stig eftir fyrri hálfleikinn.
Njarðvíkingar juku muninn í upphafi seinni hálfleiksins og virtust ætla að keyra yfir Þórsliðið, sem þá kom með áhlaup til baka og munurinn kominn aftur niður í tíu stig fyrir lokafjórðunginn. Vonin um framhald áhlaupsins dvínaði þó fljótt og náðu Njarðvíkingar mest 22ja stiga forystu, en niðurstaðan 13 stiga sigur Njarðvíkur.
- Njarðvík - Þór (26-16) (22-21) 48-37 (18-19) (27-24) 93-80
Staðan í deildinni
Tölfræði leiksins
Amandine Toi skorað flest stig Þórsara, 31, þrátt fyrir að hafa ekkert skorað í fyrsta leikhlutanum. Emma Karólína byrjaði leikinn vel, skoraði mikið í fyrsta leikhlutanum og endaði með 15 stig. Maddie Sutton skoraði 11 stig og tók 12 fráköst. Amandine og Emma náðu báðar að stela þremur boltum. Hjá Njarðvíkingum var það Paulina Hersler sem skoraði mest, 28 stig og Brittany Dinkins skoraði 26 stig.
Helstu tölur leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:
- Amandine Toi 31 - 3 - 3
- Emma Karólína Snæbjarnardóttir 15 - 2 - 2
- Maddie Sutton 11 - 12 - 6
- Eva Wium Elíasdóttir 8 - 5 - 0
- Esther Fokke 7 - 3 - 2
- Natalia Lalic 5 - 5 - 2
- Hanna Gróa Halldórsdóttir 3 - 5 - 1
Þórsliðið er áfram í 3. sætinu, en Keflvíkingar töpuðu fyrir val og mistókst þanni að nýta tækifærið og lauma sér upp fyrir Þór. Þór og Keflavík hafa unnið 12 leiki, en Njarðvíkingar 14 og eru í 2. sæti deildarinnar. Valur er í 5. sætinu með níu sigra.